Foreldrafélag

Í Nóaborg er starfandi foreldrafélag sem ber nafnið Örkin hans Nóa. Markmið félagsins er að efla tengsl foreldra/forráðamanna barnanna og starfsfólks og stuðla að velferð barnanna okkar.
Í stjórn foreldrafélagsins eru fulltrúar foreldra frá öllum deildum, oftast tveir frá hverri deild ásamt fulltrúa starfsfólks.

Starfsemi: Einn þáttur í starfi foreldrafélagsins er að forledrahópur vinni markvisst með starfsfólki kennurum leikskólans til hagsbóta fyrir börnin. Annar mikilvægur þáttur í starfi félagsins er að taka þátt í kostnaði vegna ýmissa atburða. Félagið stendur fyrir ýmsum uppákomum og fleiru sem er í þágu barnanna, eins og sveitaferð, útskriftarferð elstu barnanna, sumarhátíð, óvæntum gestum á jólaskemmtun og þess háttar. Til þess að fjármagna þessar uppákomur er safnað í barnasjóð.

Fjárframlög: Foreldrar/forráðamenn leggja sitt af mörkum með því að greiða í sjóðinn tvisvar á ári.
Foreldrar/forráðamenn eru eindregið hvattir til þess að styrkja barnasjóðinn þar sem allt það fé sem rennur í sjóðinn er einungis notað í þágu barnanna.

Kosið er í stjórn á foreldrafundi sem haldinn er á hausti.

Formaður: Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ritari: Silja Björk Huldudóttir, netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Gjaldkeri: Eygló Jónsdóttir, netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Bæklingur foreldrafélagsins

pdfBæklingur foreldrafélagsins pdfUppgjör og ársreikningur 2011-2012