Leikskólinn Nóaborg

Leikskólinn Nóaborg er fjögurra deilda leikskóli sem var tekinn í notkun í desember 1986. Að jafnaði dvelja um 80 börn samtímis í leikskólanum á fjórum aldursskiptum deildum. Leikskólinn er staðsettur á mörkum Miðborgar og Hlíðahverfis og því auðvelt að ferðast í allar áttir hvort sem notaðir eru tveir jafnfljótir eða strætisvagnar.

Nóaborg vinnur samkvæmt Aðalnámskrá fyrir leikskóla en leggur jafnframt sérstaka áherslu á stærðfræði og hefur gert undanfarin 10 ár. Lögð er áhersla á leik barnanna með ýmis viðfangsefni sem tengjast stærðfræði og litast allt daglegt starf af því. Fjölmenning er einnig áberandi í starfi leikskólans en tæplega þriðjungur barnahópsins er af erlendum uppruna.

Nóaborg hefur í þrígang hlotið Hvatningarverðlaun Leikskólaráðs; árið 2007 fyrir stærðfræðina, árið 2008 fyrir „Skilaboðaskjóðuna“ - þróunarverkefni sem unnið var í samvinnu við leikskóla hverfisins og 2.bekk í Háteigsskóla og 2010 fyrir Alþjóðavikuna.

Nóaborg, Skógarborg og Vinagerði hafa myndað hóp stærðfræðileikskóla sem mun styrkja þessa leikskóla í sínu stærðfræðistarfi. Sameiginlegir starfsdagar, fyrirlestrar og miðlun á hugmyndum á milli skóla er meðal þess sem samstarfið mun ganga út á.

2011-2013 var leikskólinn þátttakandi í Comeniusarverkefni ásamt sjö öðrum löndum, Svíþjóð, Englandi, Belgíu, Hollandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Grikklandi. Verkefnið heitir The Four Elements og lögð áhersla á stærðfræði, tækni og vísindi.

2008-2010 tók leikskólinn þátt í  Comeniusarverkefni um lýðræði í skólastarfi og hlaut fyrir það viðurkenningu á afmælishátíð Menntaáætlunar ESB 2010Verkefnið vann einnig fyrstu verðlaun í samkeppni um kennsluefni sem verður til eftir vinnu í Comeniusarverkefnum. Samkeppnin var haldin í tilefni af Comeniusarviku í byrjun maí 2011. Verðlaunin fékk Nóaborg fyrir a) spurningalista fyrir börn og foreldra og b) hugmyndahefti (tool book) til kennslu um lýðræði.