Fiskadeild

Á Fiskadeild eru 22 börn á aldrinum þriggja til fjögurra ára. Á deildinni er mikið lagt upp úr góðum samskiptum og að gefa frjálsa leiknum góðan tíma. Á Fiskadeild er farið út á hverjum degi og oftast tvisvar á dag. Öll börn fara í hvíld á milli 12:30 og 13:00 til að safna kröftum fyrir seinni hluta dagsins. Hópastarf fer fram fyrir hádegi og er unnið með stærðfræði og hún tengd í öll námssviðin. Börnin kynnast stærðfræðihugtökum, æfa talnaskilning ogt læra að þekkja formin. Á deildinni er unnið með tölurnar 1-10 og fjögur form, hring, ferning, þríhyrning og rétthyrning.


Deildarstjóri er Ágústa Hilmarsdóttir

Dagskipulag Fiskadeildar