Fjölmenning

Á Nóaborg eru börn og starfsfólk frá ýmsum menningarsvæðum eins og annars staðar í samfélaginu. Þessi skemmtilega fjölbreytni gerir okkur ríkari og víðsýnni. Við vinnum að því að öllum líði vel í leikskólanum okkar og finnist þeir vera velkomnir. Í fataklefum deilda eru þjóðfánar barna og starfsmanna. Góðan daginn er skrifað upp á vegg á tungumáli allra í leikskólanum og unnið er að því að allir séu stoltir af uppruna sínum og tungumáli. Við leggjum áherslu á mikilvægi þess að börnin læri og viðhaldi móðurmáli sínu. Tvítyngd börn fá íslenskukennslu gegnum leik, ýmist á deildum eða í hóptímum.