Þróunarverkefni og nám

DILE verkefnið - DIgital LEarning for preschools

Leikskólinn Nóaborg hefur verið þáttakandi í þróunarverkefninu Digital LErning in Preschools. Verkefnið er styrkt af Nordplus. Þátttakendur eru frá, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Íslandi. 

Verkefnið er samstarf milli háskóla, leikskólastjóra og leikskólakennara.

Þetta verkefni hefur skilað Leikskólanum Nóaborg góðum árangri. Má þar nefna verkefnið  Barn vikunnar sem hlaut hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs vorið 2017.
Verkefnið Sandbox hefur vakið athygli og fékk umfjöllun á Twitter, í Landanum og krakkafréttum ruv.  Í framhaldi af þessu hefur Leikskólinn Nóaborg tekið á móti hópum frá, háskólanum á Akureyri, nokkrum leikskólum og fleiri áhugasömum aðilum, ásamt því að svara fyrirspurnum um verkefnið.
Kynning okkar á notkun QR kóða á Nóaborg varð hinum þátttakendunum DILE verkefnisins hugmyndabrunnur til annara verkefna.

Í janúar 2020 tilnefndi Nordplus Programmet verkefnið sem ,,best-practice" verkefni. Þessu verkefni er nú lokið og út hefur komið rafbók sem byggir á verkefninu. Smellið hér til að nálgast bókina.

Barn vikunnar

Barn vikunnar er verkefni sem leikskólinn vinnur í yfir vetrartímann. Barnið sem er barn vikunnar hverju sinni er í brennidepli þá vikuna. Það leggur á borð fyrir deildina og sækir mat, kemur með bók að heiman og tekur myndir á ipad af því sem því þykir merkilegt í leikskólanum. Foreldrar eru beðnir um að leyfa barninu einnig að taka myndir heima fyrir og senda á deildarstjóra. Barnið fær svo að vera með kynningu með myndunum að heiman og úr leikskólanum í lok vikunnar fyrir krakkahópinn á deildinni og sýnir húsið sitt á Google maps streetview. 

Listsköpun - Samstarf með Myndlistarskólanum í Reykjavík

Í tengslum við menntastefnu Reykjavíkurborgar verður unnið spennandi þróunarverkefni um listsköpun og verður leikskólinn einnig í samstarfi við Myndlistarskólann í Reykjavík sem felur í sér m.a. að elstu börnin í leikskólanum sækja námskeið á vorönn í Myndlistarskólanum og allt starfsfólk leikskólans fær þar námskeið.