Formskynjun

Markmiðið er að börnin kynnist algengustu  formunum og læri að þekkja þau. Á Fiðrildadeild  eru notuð þrjú form: hringur, ferningur og þríhyrningur. Á Fiskadeild bætist rétthyrningur við og á Fíladeild er síðan unnið með fleiri form t.d. sexhyrning og tígul. Notuð eru ýmis spil og leikir sem markvisst örva formskynjun barnanna. Dæmi um það eru minnisspil, bingó og ýmis samstæðuspil. Viðfangsefnin verða flóknari eftir því sem börnin eldast og má í því sambandi nefna að á yngstu deildinni eru börnin að para saman eins form á meðan börnin á þeirri elstu eru að sauma myndir sem þau sjálf teikna úr formum.